Eyrnalokkar

Rakel María fékk göt í eyrun í gær. Hún er búinn að suða um það lengi svo að í gær lét ég undan, hélt nú eiginlega að hún myndi guggna þegar að þessu kæmi en nei nei hún sat eins og ljós í stólnum. Gretti sig pínu þegar fyrsta gatið kom og beit svo bara á jaxlinn og lét gera hitt gatið líka. Ég var eiginlega búinn að undirbúa mig undir það að þurfa að koma tvisvar, en litla stúlkan mín lét sig hafa það. Og hún var svo stolt þegar þetta var yfirstaðið.

Ég var nú ekki minna stolt   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Día Steinþórsdóttir

Hörkudugleg stelpan þín.  Bara smákvitt.  xxx

Þórunn Día Steinþórsdóttir, 21.8.2007 kl. 19:19

2 identicon

rosalega var mamman dugleg líika haha ég gæti ekki farið með þegar þetta er gert, þar sem pabbi Kristinar fór með hana, en veit að Auður fær ekki göt þar sem við báðir foreldrar viljum hvorug fara haha......

en til lukke með þetta Rakel María

kveðja frá Íslandinu góða 

Inga Dögg Frænka (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 08:40

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Dugleg stelpa. Ég hitti afa þinn og ömmu í sundi í dag.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.8.2007 kl. 15:53

4 identicon

hæhæ!! ohh en sætt með eirnalokka! hörku stelpa líka!

 knús!

xx

K

ps: Ég þarf að vera óskráð til að geta notað lykilorðið og svo skrái ég mig inn þegar ég er komin inn á síðuna þína...!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband