Skólinn....

Jæja nú er ég byrjuð í skólanum og finnst bara rosa gaman.

Er búinn að senda inn 3 verkefni og búinn að fá einkannir úr þeim. Í fyrsta verkefninu fékk maður bara að vita hvort maður stóðst eða ekki og ég STÓÐST. Í öðru verkefninu voru gefnar einkannir A,B,C,D,E,F og E er lægsta einkunn sem maður getur fengið og staðist. Ég fékk A    og var alveg í skýjunum í nokkra daga. Og það held ég sá ástæðan fyrir einkunninni úr síðasta verkefni, var aðeins of kokhraust. Ég fékk C   . Svo núna er ekkert slappað af, nú er bara harkan sex og fá hærri einkunn næst.

Róbert er líka rosalega duglegur í skólanum, klárar allan heimalærdóm á mánudögum fyrir alla vikuna. Og ef hann gleymir einhverri bók á mánudögum þá klárar hann það á þriðjudögum. Rosa stolt mamma.

Rakel mætti nú alveg vera duglegri, hún gleymir bókum og reynir að snýkjast undan með að gera heimalærdóminn. Hugurinn er ekki alltaf til staðar við heimalærdóminn þegar hún gerir hann, verkefni sem gæti tekið 10 mín tekur allt frá 30mín til 40 mín. Róbert greijið verður að læðast eða leika inni í herbergi annars fær hann skammir frá systur sinni. Ég reyni nú að segja henni að hann eigi nú að geta verið hér eins og vanalega þó hún sé að gera heimalærdóm, hún verði bara að loka á allt annað en það sem hún eigi að vera að einbeita sér að.

Bless í bili   








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

til lukku frænka gaman að heyra hvað þér gengur vel,Róbert er alveg frábær,og Rakel líka þær eru líkar frænkurnar heimanámið er ekki það skemmtilegasta,en hún er að reyna að taka sig á kveðja frá akureyri

Laugheiður Gunnarsdóttir, 24.11.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já til hamingju með hve vel þér gengur og líka Róbert. Það er frábært. Rakel á eftir að bæta sig aftur. Það er nú ekki allaf svo gaman að þurfa að læra.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.11.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Unnur Guðrún

  

Unnur Guðrún , 25.11.2008 kl. 19:58

4 identicon

knús systa mín og til hamingju!!

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband