Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Eyrnalokkar

Rakel María fékk göt í eyrun í gær. Hún er búinn að suða um það lengi svo að í gær lét ég undan, hélt nú eiginlega að hún myndi guggna þegar að þessu kæmi en nei nei hún sat eins og ljós í stólnum. Gretti sig pínu þegar fyrsta gatið kom og beit svo bara á jaxlinn og lét gera hitt gatið líka. Ég var eiginlega búinn að undirbúa mig undir það að þurfa að koma tvisvar, en litla stúlkan mín lét sig hafa það. Og hún var svo stolt þegar þetta var yfirstaðið.

Ég var nú ekki minna stolt   


Naprapattíminn

Já já ég veit.......

Ég sagðist ætla að skrifa á föstudaginn og nú er mánudagur   .

En jæja ég fór í þetta Naprapat á föstudaginn og fékk að vita að hvar orsökin liggur í mínum verkjum í handleggjunum. Og hún er í öxlunum....... já mín er bara með króníska vöðvabólgu í öxlunum. Svo að hún nuddaði mig og byrjaði að losa þessa hnúta sem eru í öxlunum og niðureftir bakinu og svo tók hún handleggina pínu líka. Þetta var geðveikt vont, mér varð óglatt og svimaði rosalega á meðan þessu stóð   .

 

Ennnnnnnn núna finn ég að þetta hjálpaði nú samt, svo að ég á 2 tíma í þessari viku til að þetta losni nú vel úr mér og svo fer ég held ég svona einu sinni á 3 vikna fresti til að halda þessu í burtu 

 

Nú var ekki meir að segja í bili   


Naprapat

Nú skilur enginn neitt þegar ég skrifa Naprapat Smile hihi.

Málið er að ég hef verið að drepast í sinaskeiðabólgu síðustumánuði og er búinn að vera hjá sérfræðingi í tékki og svoleiðis. Og þetta tekur aðeins of langan tíma fyrir minn smekk, fór í fyrstu skoðun 5. júní og svo í aðra skoðun hjá öðrum lækni 19. júlí og nú er ég að bíða eftir að fá tíma hjá lækninum sem ég var hjá 5. júní. Semsagt þetta tekur tíma og ég er ekki þolinmóðasta persóna í heimi Tounge.

Þannig að þegar ég var á göngu í Osló á mánudaginn þá gekk ég fram hjá auglýsingaskilti og á því stóð Naprapat, illt í öxlum ,liðum og vöðvum. Svo að ég gekk inn og ath hvað þetta væri og lýsti því fyrir konunni hvernig ég væri og hún gaf mér tíma á föstudaginn. Hún sagði að fyrsti tíminn væri nú bara skoðun og hvort við gætum ekki staðbundið orsökina. Svo að nú er ég rosa spennt Smile.

Naprapat er í grófum dráttum nudd, æfingar og teygjur og ýmislegt í þeim dúr. ef þið farið inn á www.city-klinikken.no þá er hægt að lesa um þetta en þetta er að sjálfsögðu á norsku en þið hljótið að geta kraflað ykkur fram úr því ef þið hafið áhuga Grin.

Annars er ekkert að frétta hjá mér, bless í bili. Læt ykkur vita á föstudaginn hvernig fór í Naprapat Wink 


enn ein sem er löt

Okei Okei.......

 Ég er virkilega löt við að skrifa hér, málið er bara að þegar þú ert heima allan daginn þá gerist ekkert spennandi.

Nei ég er ekki atvinnulaus, ég er í sjúkrafríi úr vinnunni, ég nenni sko ekki að útskýra afhverju hihi..... Það tekur alltof langan tíma Smile.

Rakel er byrjuð í skóladagheimilinu og Róbert í leikskólanum, það er gífurlegur munur. Þau voru að gera mömmu sína frekar pirraða með öllu rifrildinu sín á milli. Greyin voru komin með þokkalega leið á hvortöðru Smile.

Ég held að þessi leti sé eitthvað smitandi þessa dagana og vikurnar og ég vona að allir og ég líka rífum okkur upp úr þessu í nálægðri framtíð Smile

 Ha det på badet, din gamle sjokolade. Ser deg i kveld din gamle sjokomell. Smile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband