Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Slökkviliðsbíll

Mér varð hugsað til þess að móðir mín er ekki manneskja sem ber fréttir af ættingjum á milli. Ég hef stundum ekki fengið fréttir fyrr en allt er yfirstaðið. T.d. þegar Día eignaðist yngri strákinn þá frétti ég það viku seinna og ég vissi ekki einu sinni að hún hefði verið ólétt Smile. En ég ætla nú ekki að skjóta meir á hana móður mína, hún er yndisleg.

Það sem ég ætlaði að tala um er hún dóttir mín. Á þriðjudegi áður en hún fór til íslands var hún að leika sér í leikskólanum sem er við hliðina á húsinu sem við búum í. Hún var þar með Róbert og vinkonu sinni sem heitir Carmen. Þau voru að klifra í hinum og þessum trjám sem eru á leikskólalóðinni og allt í lagi með það. En allt í einu kemur Róbert til Olaf(maðurinn sem við leigjum hjá) og segir að Rakel sé föst upp í tré og komist ekki niður, Olaf sendir Róbert upp til mín og biður hann að segja mér að koma. En Róbert segir mér að Olaf þurfi hjálp, svo að ég klæði mig í skó í rólegheitum (ég vissi ekkert um Rakel). Svo þegar ég kem út þá mæti ég nágrannanum á harðahlaupum og yfir girðinguna í leikskólann. Ég elti og sé þá Róbert, Olaf og Habba upp í stiga við eitt tréð. Og þá sé ég að það er Rakel sem er upp í tré og það eru 10 metrar upp til hennar, stiginn sem Olaf hafði fengið lánaðan hjá nágrannanum náði ekki upp og tréð var svo mjótt þar sem Rakel var að við þorðum ekki að klifra upp því það hefði getað brotnað undan þunga okkar.

Habbi hringdi því í neyðarlínuna..... Maðurinn sagði á hinum endanum að hann hefði heyrt um ketti upp í tré en aldrei 7 ára gamla stelpu. Og hann sendi slökkviliðsbíl með 6 slökkviliðsmönnum, komu þeir með sírenum og látum. (ég fór ekkert smá hjá mér) Voru þeir með stiga sem ekki þurfti að styðjast við tréð og klifraði einn þeirra upp og bar prinsessuna mína niður.

 Ég hef aldrei verið jafn hrædd um prinsessuna mína.

Og ég held að hún hafi lært að klifra ekki svona rosalega hátt, en hver veit. Krakkar klifra upp um allt, ég gerði það allavega Grin.

Vildi bara deila þessu með ykkur.


RIGNING

Í dag hefur rignt látlaust síðan kl 10 í morgunn. Ég hætti mér nú út samt, tók með regnhlíf en rigninging var frekar mikil svo að frá hnjám og niður var ég gegnblaut þegar heim kom. En svo mundi ég að ég var neydd til að fara út aftur því að kennarinn hennar Rakel Maríu hafði sent mér sms um að það væru pappírar klárir í skóladagheimilinu sem ég varð náttúrulega að ná í. Svo að ég lagði aftur af stað (er nefnilega ekki með bíl). Svo að ég held að ég haldi mig inni þangað til það hættir að rigna, nema ég verði keyrð í bíl Smile.

Svo að nú sit ég hér í sófanum með tölvuna í fanginu, kertaljós hingað og þangað um stofuna og hef það rosa kósý Smile.

Og eitt í viðbót, letin hefur náð hámarki núna svo að ég hætti bara Tounge


Leti

Afhverju er maður svona geðveikt latur við að þrífa þegar maður loksins hefur nægan tíma til þess?

Ég meina, ekki er ég í vinnu vegna sinaskeiðsbólgu og ætti að hafa nægan tíma til að þrífa og svo leiðis. En eftir að krakkarnir fóru þá nenni ég bara ekki neinu. Jú ég hef farið út með ruslið Grin og tekið pínu til í eldhúsinu. Svo að það er eins gott að enginn komi í heimsókn til mín, hef nefnilega ekki ryksugað síðan krakkarnir fóru og er sandurinn í anddyrinu þar ennþá og sullu sletturnar þeirra undir eldhúsborðinu Blush. En ég er staðráðin í því að taka til og þrífa áður en ég fer til íslands á mánudaginn svo að allt verði hreint og fínt áður en við komum heim aftur.

Ég á eiginlega að taka því rólega út af hendinni en það eru takmörk fyrir því hvað maður getur lifað í miklu drasli Cool.

En ég verð nú bara að segja að þetta internet er rosalegur tímaþjófur, ég er búinn að hafa það í 3 daga og er orðinn alveg húkt. Meiri vitleisan.

Hitinn hérna er alveg rosalegur, kíkti á hitamælinn í dag og þá var hann 24 stig í skugga, sem betur fer þá blæs svolítið þannig að maður kæfist ekki. En ég er orðinn þokkalega brún, svo að ég held að ég þurfi nú ekkert að fara til sólarlanda, get bara verið hér í norge Cool.

Oftast þegar ég hitti nýtt fólk hér í noregi og er búinn að tala við það í pínu stund, þá er ég spurð "hvaðan úr noregi kemurðu?" og þegar ég segi að ég er ekki frá noregi, ég kem frá lítilli eyju i vestur. Þá verður fólk eitt spurningarmerki í framan og kvikindið sem ég er þá byrja ég að hlæja og segji að eyjan heiti Ísland. Og viðbrögðin eru yfirleytt, ertu að grínast, ertu alveg viss? Nei ég er ekki að grínast og já ég er alveg viss. Ég ætti að vita frá hvaða landi ég er. Fólki finnst nefnliga ég hafi svo blandaða hreymi að það eigi erfitt að með staðsetja mig. Grin Svo að eiginlega er þetta gullið tækifæri til að plata fólk upp úr skónum Devil´

Nú eru bara 5 dagar þangað til ég kem til íslands.

Jibbý Grin


Ein og yfirgefin

Riddarinn  SkottaEru ekki englarnir mínir sætir InLove. Þau eru á Íslandi með pabba sínum og skemmta sér konunglega þar. Þau fóru á föstudaginn og í dag er þriðjudagur og mér er farið að finnast ég heldur ein og yfirgefin Crying. Sem betur fer er ég líka að koma til íslands og það bara núna á mánudaginn. Og ca viku eftir að ég kem þá stingum við krakkarnir af til Heiðu frænku á norðulandinu. Rakel er nefnilega búinn að planleggja það í næstum hálft ár Smile.

Síðan þetta er bara prufa hjá mér þá verður þetta ekki lengra í dag. Skrifa aftur á morgunn. Ha det bra både venner og familie.  Kyss og klem


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband