Kisuskrípi

Já eins og fyrirsögnin segir til þá vil ég upplýsa að við erum kominn með lítinn kettling, ca 3 mánaða. Og alger vitleisingur hihi.....

Krakkarnir voru hjá pabba sínum um helgina og náði ég í bjánann á laugardeginum og átti notalega helgi með honum(þetta er strákur, búinn að ath). Hann er mjög leikinn og sést það á höndunum á mér þær líta út eins og ég veit ekki hvað.

Ég las mér til um kettlinga á netinu áður enn hann kom til okkar og þar stóð að kettlingar kæmu vanalega ekki út úr ferðabúrinu fyrsta daginn, þeir myndu ekki fara á kattaklósettið fyrr en ég væri sofnuð og þeir myndu ekki borða fyrstu dagana. Það átti sko ekki við um bjánann okkar, það tók hann ekki 1 mínútu að fara út úr ferðabúrinu, hann borðaði um leið og fór svo á klósettið.

Ástæðan fyrir því að ég segi ekkert nafn er út af því að við erum ekki orðin alveg sammála um nafn. Ef þið hafið tillögur þá eru þær vel þegnar. Hann er alveg svartur og alger bjáni hehe....

Ég ætlaði að lesa fyrir krakkana þegar þau áttu að fara að sofa en ég varð að hætta því þau hlógu svo mikið af uppátækjum kattarbjánans og hlustuðu takmarkað á það sem móðir þeirra var að lesa.

 

En út í annað.

Það er búið að vera jólakvöld í skólanum hjá krökkunum. Róbert í síðustu viku og átti hann að hafa lært utan að nokkrar línur sem hann átti að segja fyrir framan alla foreldrana og stóð hann sig alveg eins og hetja. Það heyrðist best í honum, líka þegar þau voru öll að syngja.

Svo í gær var það hjá bekknum hennar Rakel Maríu, hér í noregi er haldið upp á Sankta Lusia og í ár var Rakel María valinn og var hún alklædd í hvítt með ljós á höfðinu(lítur út eins og aðventukrans) og labbaði fyrst á milli allra foreldranna, hún var svo glæsileg með sitt fallega síða ljósa hár.(Mamman var geðveikt stolt) Svo sungu þau og léku leikrit um Sankta Lusiu. Rosa gaman, set myndir fljótlega.

En verð bara að segja jolastjarnan.heimur.com er alveg snilld fyrir mig sem bý hér úti í noregi. Get hlustað á jólalög allan sólarhringinn  . Erum ég og hún þessi ekki rosalega líkar hehehehehehe....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Sé Rakel fyrir mér sem Luciu. En gaman. Þú getur verið stolt og Róbert sver sig í ættina,haha , það heyrist í kallinum þegar hann syngur og les upp. Já, þetta eru efnileg börn og falleg.

Kisi, kallaðu hann bara Bjána, Datt ekkert betra í hug, Nema jú Clown. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.12.2008 kl. 18:58

2 Smámynd: Unnur Ósk

Hæ Guðrún.

Hélt að þetta væri mynd af þér !!!  Finnst svo ótrúlegt þegar þú talar um börnin þín, hugsa alltaf til þín sem smá stelpu, flottir krakkar.Ég fæ engin barnabörn, en Tinna Björk hans Páls Inga eignaðist strák í dag og mér finnst ég eiga pínu í honum. Varð að grobba mig smá.  Gaman að fylgjast með ykkur í Norge. Mér gengur ekkert að blogga en ég er á facebook og öll mín fjölsk. meira að segja mamma. Bið að heilsa fjölskyldunni þinni.

Kær kveðja

Unnur Ósk , 9.12.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Það hefði verið gaman að sjá Rakel Maríu sem Luciu og ég get alveg ýmindað mér að hr. Róbert hafi nú getað komið þessu hátt og skýrt fram hann er alveg frábær og þið öll.Og svo er gaman að frétta að Tinna sé búin að eiga drenginn. kveðja til ykkar alllra

Laugheiður Gunnarsdóttir, 9.12.2008 kl. 23:06

4 identicon

Gott hjá stráknum!!  og Stelpunni!! get ekki beðið eftir að sjá myndir!!

Kallið bara köttinn Bjána!!  hehe  

komdu svo á skype bráðum kelling

xxxxK

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 02:48

5 identicon

oh og já þessi jólastelpa er bara geðveikt lík þér!!  hélt að það væri teiknimynd af þér! hehe

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband