8.12.2007 | 08:26
smá fréttir
Í gær var frekar áhugaverður dagur.
Ég og Habbi höfum verið með Róbert í sjúkrahúsheimsóknum vegna svefnvenja hans og í gær átti pilturinn að gangast undir EEG rannsókn. Sem þýðir það að þeir setja um 20 víra hér og þar um hausinn á honum til að mæla heilavirkni hjá honum. Átti hann að liggja þar hreyfingalaus í 20 mín. Og að sjálfsögðu sofnaði pilturinn. Ég meina strákurinn er vanur að sofna ef hann fær rólega stund, hvar og hvenær sem er. Hann slappar virkilega af.
Hef nú ekki fengið neitt út úr þessu en vonast til að heyra eitthvað í næstu viku.
Svo fórum við í leikhús í gærkveldi á leikrit sem heitir Jakten på Juleskurken. Það var rosalega gaman og ég hló meir en krakkarnir. En krökkunum fannst rosalega gaman og það var fyrir mestu. Þegar heim kom drógum við út svefnsófann í stofunni og horfðum á upprunalegu myndina af Galdrakarlinum i OZ. Ég hafði aldrei séð þá útgáfuna og fannst hún eiginlega bara góð, en krakkarnir voru nú ekki alveg jafn áhugasamir. hehe.....
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get sofið hvar sem er líka!!! gætum verið skild.... hang on a minute?! joke!
vonandi er allt í lagi með heilann! hlakka til að heyra meira!
upprunalega myniding af Gadrakarlinum í OZ! cool!!
knús
x
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 21:21
Já ég held ég hafi séð hana með Judy Garland. Mjög skemmtileg. Láttu okkur vita hvað kemur út úr rannsókninni.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.12.2007 kl. 13:30
Gaman að heyra frá ykkur,
ég hef aldrei getað horft á Galdrakarlinn í Oz í einni bunu, finnst eitt og eitt atriði gott.......en ég er kanski bara svona skrítin.
Ég vildi að ég gæti slappað svona vel af eins og Róbert, en er verið að rannsaka hann vegna þess að hann sefur of mikið? eða hvað?
knús á ykkur öll,
Gréta María og family.
Gréta María (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:01
Já ég verð að segja að það er nokuð mikið að horfa á hana í einni sitting, en ég gerði það reyndar á aðfangadag 1996 minnir mig.
annars gaman að fá fréttir af þér, hvenar á svo að koma heim næst ?
Kristján (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.