24.10.2007 | 14:55
Fréttir.......
Jæja nú eru komnir 2 mánuðir síðan ég skrifaði hér síðast og löngu kominn tími á að skrifa eitthvað. hihi......
Jæja ég er búinn að vera í veikindafríi núna í hálft ár og loksins er læknirinn búinn að skrá mig fríska. Jibbý.....
En það þýddi að ég þurfti að segja upp vinnunni minni og er því atvinnulaus eins og er..... en ég fæ full laun hjá tryggingarstofnun í 3 mánuði og eftir að þeir eru liðnir þá verður það atvinnuleysisbætur ef ég verð ekki kominn með aðra vinnu þar að segja . Ég stefni nú á að koma mér í aðra vinnu innan 3 mánaða, alveg búinn að fá nóg af að sitja á rassgatinu .
En svo þið farið nú ekki að hafa áhyggjur þá er þetta allt í góðu hér, ég var ekki neydd til að segja upp, heldur var þetta þannig að ég get ekki unnið á leikskóla út af öxlunum mínum. Og ég var fullvissuð um að allt mundi verða ok ef ég yrði frískmeldt. Og það lítur út fyrir það. Ég meina að mér var sagt að ef ég bara myndi sitja á rassgatinu og bíða eftir að tryggingastofnun myndi senda mér bréf og svoleiðis þá myndu hlutirnir ganga hægt. Svo að ég er búinn að fara nokkrar ferðir þangað og núna er ég að fara á námskeið fyrir skrifstofuvinnu og er verknám inni í þessu námskeiði, svo að þetta lítur vel út. En eini gallinn er að þetta námskeið er í 6 mánuði og sjúkrapeningarnir stoppa í lok desember . En ef svo fer að ég þarf að fara á atvinnuleysisbætur eftir það til að klára þetta námskeið þá veit ég að einn af þessu styrkjum sem ég fæ fyrir að vera einstæð móðir hækka töluvert. Svo að ég fæ ekkert minni pening, þeir verða bara svolítið dreifðir yfir mánuðinn.
En ég er staðráðin í að þetta stoppar mig ekkert, núna er ég kominn á skrið með að nálgast vinnu sem mig hefur dreymt um alla ævi og þá er ekkert hægt að stoppa.
En svo ég farið út í allt aðra sálma, hún Rakel var hjá tannlækninum í dag. Hún er kominn með eina holu sem þarf að gera við , svo eru jaxlarnir hennar svo djúpir eða eitthvað svoleiðis og tannlæknirinn vill setja fyllingu í þá svo að það komi nú ekki hola í þá. Mamman er nú pínu stressuð yfir að litla stelpan hennar þurfi að vera deyfð og borað í tennurnar hennar. Er ekkert of hrifinn af tannlæknum.
Talandi um Rakel.... hún átti afmæli 21. sept og hélt náttfatapartí með 8 stelpum sem ætluðu að gista, litli brósi var sendur í dekur til ömmu á meðann. En þetta gekk nú rosalega vel eiginlega, síðasta stelpan var sofnuð 00:45 ennnnn svo voru þær allar vaknaðar klukkan 05 um morguninn. Svona leit ég út á laugardeginum. hihi...... Þær áttu svo að fara í annað afmæli klukkan 12 á laugardeginum og allt í lagi með það. En svo klukkan 12:30 hringir mamman til stráksins sem átti afmæli og sagði að Rakel væri grátandi og vildi heim. Þá kom í ljós að skottan var bara rosalega þreytt og gat bara ekki meir. hehe..... Svo við slöppuðum bara af þann daginn, náðum í brósa sem var í öðru afmæli og svo var svefnsófinn dreginn út og við lágum eins og klessur fram á sunnudag. En greijið Róbert var að sjálfsögðu fullur af orku og skildi ekkert í okkur .
Jæja nú nenni ég ekki meir, skrifa meir þegar ég veit meir um þetta námskeið sem ég er að fara á.
Kossar og knús
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jeij loksins getur maður lesið frá þér
Þetta var líka gert við Maríu, sett svona fylling í jaxla svo að þeir mundu síður skemmast, hennar eru svona djúpir líka.
Og til hamingju með stelpuna
Kveðja Helga
Helga (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 14:54
'Eg ætalði að fara að kvitta en þá bara lenti ég einhverstaðar annar staðar og komst ekki til baka en sú della.
Það er fullt að gera í afmælunum hjá Rakel. Ekki furða að hún hafi verið þreytt. Til hamingju með 8 ára afmælið hennar.
Ég vona að þetta fari allt vel hjá þér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.10.2007 kl. 16:56
Hæ hæ, til hamingju með stelpuna um daginn. Þú ert alveg hörkudugleg og vera svo bara ákveðin í að koma sér áfram.
Þórunn Día Steinþórsdóttir, 30.10.2007 kl. 11:18
Já til hamyngju með stelpuna og heilsufar.
Flott að þú sért að fara gera hluti sem þig hefur dreymt um að gera í mörg ár :)
Gangi þér vel með námskeiðið.
kv.
krissi.
Kristján S. Einarsson, 4.11.2007 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.