Naprapat

Nú skilur enginn neitt þegar ég skrifa Naprapat Smile hihi.

Málið er að ég hef verið að drepast í sinaskeiðabólgu síðustumánuði og er búinn að vera hjá sérfræðingi í tékki og svoleiðis. Og þetta tekur aðeins of langan tíma fyrir minn smekk, fór í fyrstu skoðun 5. júní og svo í aðra skoðun hjá öðrum lækni 19. júlí og nú er ég að bíða eftir að fá tíma hjá lækninum sem ég var hjá 5. júní. Semsagt þetta tekur tíma og ég er ekki þolinmóðasta persóna í heimi Tounge.

Þannig að þegar ég var á göngu í Osló á mánudaginn þá gekk ég fram hjá auglýsingaskilti og á því stóð Naprapat, illt í öxlum ,liðum og vöðvum. Svo að ég gekk inn og ath hvað þetta væri og lýsti því fyrir konunni hvernig ég væri og hún gaf mér tíma á föstudaginn. Hún sagði að fyrsti tíminn væri nú bara skoðun og hvort við gætum ekki staðbundið orsökina. Svo að nú er ég rosa spennt Smile.

Naprapat er í grófum dráttum nudd, æfingar og teygjur og ýmislegt í þeim dúr. ef þið farið inn á www.city-klinikken.no þá er hægt að lesa um þetta en þetta er að sjálfsögðu á norsku en þið hljótið að geta kraflað ykkur fram úr því ef þið hafið áhuga Grin.

Annars er ekkert að frétta hjá mér, bless í bili. Læt ykkur vita á föstudaginn hvernig fór í Naprapat Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gangi þér vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.8.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Þórunn Día Steinþórsdóttir

Það er alltaf sagt að maður eigi að hvíla sig þegar eitthvað er að hrjá mann, ég held að fólk sem segir það eigi ekki börn!  xxx

Þórunn Día Steinþórsdóttir, 16.8.2007 kl. 08:19

3 identicon

hæ hæ!

gott hjá þér!! 

xxxxxx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 07:41

4 Smámynd: Unnur Guðrún

xxx

Unnur Guðrún , 18.8.2007 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband