20.6.2007 | 15:51
Leti
Afhverju er maður svona geðveikt latur við að þrífa þegar maður loksins hefur nægan tíma til þess?
Ég meina, ekki er ég í vinnu vegna sinaskeiðsbólgu og ætti að hafa nægan tíma til að þrífa og svo leiðis. En eftir að krakkarnir fóru þá nenni ég bara ekki neinu. Jú ég hef farið út með ruslið og tekið pínu til í eldhúsinu. Svo að það er eins gott að enginn komi í heimsókn til mín, hef nefnilega ekki ryksugað síðan krakkarnir fóru og er sandurinn í anddyrinu þar ennþá og sullu sletturnar þeirra undir eldhúsborðinu . En ég er staðráðin í því að taka til og þrífa áður en ég fer til íslands á mánudaginn svo að allt verði hreint og fínt áður en við komum heim aftur.
Ég á eiginlega að taka því rólega út af hendinni en það eru takmörk fyrir því hvað maður getur lifað í miklu drasli .
En ég verð nú bara að segja að þetta internet er rosalegur tímaþjófur, ég er búinn að hafa það í 3 daga og er orðinn alveg húkt. Meiri vitleisan.
Hitinn hérna er alveg rosalegur, kíkti á hitamælinn í dag og þá var hann 24 stig í skugga, sem betur fer þá blæs svolítið þannig að maður kæfist ekki. En ég er orðinn þokkalega brún, svo að ég held að ég þurfi nú ekkert að fara til sólarlanda, get bara verið hér í norge .
Oftast þegar ég hitti nýtt fólk hér í noregi og er búinn að tala við það í pínu stund, þá er ég spurð "hvaðan úr noregi kemurðu?" og þegar ég segi að ég er ekki frá noregi, ég kem frá lítilli eyju i vestur. Þá verður fólk eitt spurningarmerki í framan og kvikindið sem ég er þá byrja ég að hlæja og segji að eyjan heiti Ísland. Og viðbrögðin eru yfirleytt, ertu að grínast, ertu alveg viss? Nei ég er ekki að grínast og já ég er alveg viss. Ég ætti að vita frá hvaða landi ég er. Fólki finnst nefnliga ég hafi svo blandaða hreymi að það eigi erfitt að með staðsetja mig. Svo að eiginlega er þetta gullið tækifæri til að plata fólk upp úr skónum ´
Nú eru bara 5 dagar þangað til ég kem til íslands.
Jibbý
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Öllum er farið að hlakka til að sjá þig. Við vissum báður að netið mindi gleypa þig en það er bara fyrst svo lagast það.
Unnur Guðrún , 20.6.2007 kl. 18:39
ohh ég er svo öfundsjúk!!! þegar þú kemur hingað þarftu að fara út í klukkutíma og þá verðuru orðin svört! en ég? nei ég verð annað hvort rauð eða bara ekki neitt!! bitch!
og auðvitað verður maður að auglýsa þig! þannig verður maður frægur....
Takk fyrir e- kortið systan mín! og ekki ofgera þér í hreingerningum!
xxxxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 02:33
Æ það er leioðinlegt að þrífa og gaman þegar það er búið.
Það verður gaman að sjá þig frænka.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.6.2007 kl. 17:03
Hæ frænka, velkomin á netið. Gaman að heyra frá þér. Rakel og Róbert eru alger krútt! Vona að þú hafir það gott á Íslandi, já og heyrðu þetta með hreymin, ég er búin að búa úti í Englandi í rúm 8 ár og oftar en ekki heldur fólk að ég sé írsk! Þetta er bara gaman. xxx
Þórunn Día Steinþórsdóttir, 21.6.2007 kl. 21:39
Guðrún maður á einmitt að vera latur að þrífa þegar krakkarnir eru ekki heima það kallast að slappa af,er það ekki það sem þú átt að vera að gera .hlakka geðveikt ! að sjá ykkur tel dagana knús og kossar gamla móðursystir
Laugheiður Gunnarsdóttir, 21.6.2007 kl. 23:43
sæl og blessuð frænka, gaman að fá þig á netið
síðan er komin í favorites og verður kíkt reglulega við.
Góða skemmtun á Íslandi, vildi óska að ég væri að fara líka
kveðja frá Bandaríkjunum
Gréta María og co.
Gréta María (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.