Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
26.11.2007 | 19:16
Námskeiðið og fleira
Jæja þá er ég byrjuð á námskeiðinu, mætti nú alveg kalla þetta skóla því að námskeiðið er ekki búið fyrr en 20 júní 2008. 20 vikur í námi og 10 vikur í verknámi.
En þetta er alveg rosalega gaman, við erum í tölvum aðrahvora viku og lærum ýmislegt varðandi rekstur fyrirtækja, skrifa umsóknir, kynna okkur fyrir atvinnurekendum og svo framvegis.
Semsagt þá var ég í tölvum í síðustu viku og var farið í að kenna okkur Word og þeir sem kunnu pínu í Word gátu lesið sjálfir og gert tilheyrandi verkefni. Ég nennti nú ekki að vera að drolla þetta saman með þeim sem kunni ekkert svo ég setti í gang með að lesa og gera verkefnin. Svo þegar ég er að verða komin að kaflanum sem við áttum að geyma heyri ég að kennarinn er að segja hinum að sleppa þessu og þessu verkefni því að þau séu fyrir Expert áfangann. gaaaaaaaaaaarg ég var búinn að krafla mig fram úr þessum verkefnum og stundum virkilega að gefast upp, en gerði það nú ekki því ég er nokkuð þrjósk þegar við kemur tölvum. hihi
Ég talaði við kennarann og bað hann um að sýna eitt verkefnið uppi á töflu því að ég var ekki viss um að ég hefði gert það rétt, hann gerði það daginn eftir því hann vildi skoða það fyrst. Svo daginn eftir þá viðurkenndi hann að hann þurftir 3 tilraunir áður enn hann gat það og sagði svo að þetta verkefni eiginlega væri fyrir Expert. En allavega, þegar hann sýndi það svo uppi á töflu þá gerði hann það nákvæmlega eins og ég hafði gert þegar mér loksins tókst að gera það rétt.
Kennarinn tók mig á tal í lok dagsins og sagði að ég ætti virkilega að íhuga að taka Expert prófið 6. des en ekki grunnprófið eins og flestir. Ég sveif á skýi restina af deginum.
Sem sagt mér finnst rosalega gaman á þessu "námskeiði".
Eins og ég skrifaði síðast þá átti Rakel María að fara til tannlæknis 21.nov og láta bora, því hún var með eina holu. Haldiði ekki að mín hafi lokað munninum og þverneitað að opna munninn. Tannlæknirinn prufaði allt en ekki opnaði mín munninn, ekki fyrr en tannlæknirinn sagði að hún gæti kannski notað krem til að hreinsa holuna því hún væri ekki svo djúp. Þá opnaði mín munninn og tannlæknirinn notaði krem til þess að hreinsa og allt gekk vel.
Nú krossa ég bara fingur því Róbert Hólm á að fara til tannlæknis í eftirlit á miðvikudaginn og ég vona að það séu engar holur.
Róbert þessi elska var frekar þreyttur í dag í leikskólanum. Við vöknum nefnilega kl 6 núna eftir að ég byrjaði á námskeiðinu. Hann var úti að leika sér og var búinn að vera á fullu, en svo finnur minn sér einn bekk í leikskólanum ÚTI og sofnar. Brrrrrrr ekki gæti ég það, það er svo kalt hér núna, brrrrrrr.
Núna er ég búinn með fréttir í bili, skrifa hvernig gekk með Róbert hjá tannlækninum á miðvikudaginn.
Knús og kossar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar