Okkar ástkæri Sveigur

sumarfrí á íslandi 07 091

Sveigur

11. mars 1996 - 25. apríl 2008

I gær dó hann Sveigur okkar, hann var alveg yndislegur hundur sem bræddi allra hjörtu. Hann hafði persónuleika sem var svo yndislegur og góður.

Ég minnist þess þegar ég bjó hjá henni mömmu þegar ég var ólétt af honum Róbert mínum og Rakel María var úti að leika með fótbolta, Sveigur varð með í leiknum og sparkaði Rakel boltanum og hljóp á eftir, Sveigur rölti samferða henni en þegar hún var alveg að ná boltanum þá dillaði hann rassinum í hana svo að hún datt og svo tók hann boltann í kjaftinn og hljóp í burtu. Rakel Maríu fannst þetta nú bara fyndið og hljóp á eftir.

Sveigur var hinn mesta barnagæla og gátu börn velst ofan á honum og þegar hann hafði fengið nóg þá stóð hann bara upp og hristi þau af sér og gekk í burtu þar sem þau náðu ekki í hann. Hann passaði líka upp á krakkana, t.d. eftir að Róbert fæddist og svaf út í vagni þá lá hann við hliðina á vagninum allan tíman og passaði upp á litla krílið.

Svo að ég minnist Sveigs með hlýjum og góðum minningum um góðan vin. Bless minn kæri Sveigur, ég elska þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur Guðrún

fallega orðað.

Unnur Guðrún , 26.4.2008 kl. 18:46

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

hefði ekki getað orðað þetta betur kveðjur frá akureyri

Laugheiður Gunnarsdóttir, 26.4.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Innilegar samúðarkveðjur

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.4.2008 kl. 03:10

4 identicon

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband