lasarusinn hehe...

Núna er ég byrjuð á enn einu meðalinu, ásamt öllum hinum, á víst að hafa enn betri áhrif. Því það lyf sem ég er á nú hefur ekki hjálpað jafn mikið og þeir héldu. Er enn mjög slöpp, á góða daga og slæma daga.

Hef haft mikla liðaverki og hef fengið sterk verkjalyf sem gera mig mjöööööög blíða Grin. Krökkunum finnst ég mjög skrítinn þegar þau hafa byrjað að virka. hehe..... Sem betur fer hefur hún móðir mín verið hjá mér og hjálpað mér alveg gífurlega mikið. Hún hefur verið alveg ómetanleg og ég mun aldrei getað þakkað henni nóg. Hún er ENGILL.

Ennnnnn....... núna er ég að bíða spennt yfir að fá svar hjá Tryggingarstofnuninni varðandi fjarnám, málið er nefnilega að þar sem ég er enn svo slöpp og lít ekki rosalega bjart á það að komast í vinnu alveg á næstunni. Sérstaklega þar sem sjúkdómurinn er enn frekar virkur þessar vikurnar. Þá spurði ég um að fara í fjarnám og tryggingarstofnun er að skoða málið með hvort þeir kannski borgi bara allan brúsann. Og konan sagði að það gengi kannski ef þetta væri bara 50% nám en ekki fullt nám. Og ef það gengur þá byrja ég að læra bókhald, það er vinna sem ég hef möguleika á að vinna heima eða gerast sjálfstæður bókhaldari. Hann sem ég leigi hjá sagði að þegar ég væri búinn með þetta nám og vildi kannski stofna eigið bókhaldsfyritæki þá gæti ég haft aðstöðu hér í kjallaranum.

Þannig að lífið er ekki bara eymd og volæði hjá mér   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

hæ hæ gamla mín enn lasin ,en vonandi verða þeir skilningsríkir hjá tryggingast. og hjálpi þér.Já hún systir mín er sko engill af himnum send og það er eins gott að þið metið það'bið að heilsa og ´stórt knús til krakkana gamla móðursystir

Laugheiður Gunnarsdóttir, 17.4.2008 kl. 17:37

2 Smámynd: Unnur Guðrún

    

Unnur Guðrún , 19.4.2008 kl. 07:51

3 Smámynd: Kristján S. Einarsson

vó, las fyrst fjárnám :P en að vakna,

En vonandi fer þér nú að líða betur og muna að fara ALDREI til stokkhólms ;)

baráttukveðjur

krissi 

Kristján S. Einarsson, 19.4.2008 kl. 12:31

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hún mamma þín er betri en enginn. Ég vona að þetta gangi hjá Tryggingarstofnun. Takk fyrir kvittið hjá mér. Photobucket

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.4.2008 kl. 18:53

5 identicon

já er sammála að mútta er best! en engill???  hehehe

Frábært ef þú getur gert þitt eigið fyrirtæki!!!  ohh  ég skal koma og vinna fyrir þig!

x

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband