Lítil útgáfa af ferðasögu

Jæja nú er þreytan farin að mestu Smile. Eins og flestir vita þá höfum við krakkarnir verið á íslandi, við höfðum það rosalega gott og gaman. Krakkarnir voru fyrstu 2 vikurnar með pabba sínum og fóru meðal annars í Bláa lónið og svo keyrðu þau og skoðuðu Geysi og Gullfoss. Ég kom 5 dögum áður en ég átti að fá krakkana aftur og var bara í rólegheitum með Ömmu, Afa og Mömmu. Ég fór á lokasýninguna hjá Ladda eða það átti að vera lokasýning en þetta er búið að vera svo vinsælt hjá kallinum að hann verður að hafa nokkrar sýningar í ágúst Smile. Þetta var rosalega skemmtileg sýning fannst mér allavega, ég söng og hló eins og vitleysingur. Ég fór með Mömmu, Ármanni og Röggu og þau sátu hinu megin í salnum og ég held að ég hafi litið rosalega skelfilega út því að maðurinn sem sat við hliðina á mér ríg hélt í dömuna við hliðina á sér. Það lá við að hann sæti í fanginu á henni Grin.

En semsagt þá hitti ég krakkana á föstudegi og svo fórum við upp á skaga til Óla, Möggu og Ingu Birnu og höfðum það rosalega gaman með þeim. (Fyrir fólk sem ekki veit hver þau eru þá er Magga fyrsti íslendingurinn sem ég kynntist hér í Noregi ´97 og Óla stuttu eftir)

Ég veit ekki hverjir hafa áhuga á að lesa alla ferðasögu mína svo ég stytti hana pínu Smile.

Allavega þá fór  ég norður til Heiðu og co. Það var alveg rosalega kósí. Við fórum þrisvar í sund, en eftir fyrstu sundferð þá varð mér ljóst að ég yrði að kaupa mér nýjan sundbol eða vera með allt til sýnis að framan ef þið skiljið hvað ég meina Blush. Svo fórum við líka einu sinni í bíó og öllum fannst það rosalega gaman fyrir utan Róbert, hann náði ekki alveg því sem var að gerast og leiddist bara. (Vorum á Evan Almighty, held að þetta sé skrifað svona Tounge). En þegar leið okkar lá suður aftur var stoppað í Húsafelli og fellihýsið reist upp og sofið þar í eina nótt áður en við drifum okkur í bæinn til að skipta um föt fyrir skírnina hjá honum Daníel Magna(rosaleg dúlla þessi strákur eins og bróðir hans).

Pabbi grillaði fyrir okkur á mánudeginum áður en við fórum út aftur og var það rosalega gott, íslenskt lambakjöt er miklu betra en norskt nokkurn tíman. Þannig að þið skiljið þá borða ég bara svín og kjúkling hér í norge + pylsur Grin.

Nú þarf ég að hætta Rakel er að fara til vinkonu sinnar sem hún hefur ekki séð í mánuð og ég þarf að fylgja henni, það er full langt fyrir minn smekk ennþá að hún fari ein nefnilega Errm.

Bless í bili.

Kossar og knús

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Auðvitað hef ég áhuga á að lesa ferðasöguna þína og það var gaman að hitta þig. Knús

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.7.2007 kl. 19:47

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

takk fyrir síðast,frétti að þið hefðuð verið lengi að ná ykkur eftir íslandsferðina hihi knús og kossar gamla móðursystir

Laugheiður Gunnarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:54

3 identicon

hæ systan mín

já ég hélt þú vissir að þú værir soldið scary...!!

Auðvitað vil ég heyra ferðasöguna! því næst þegar við tölumst muntu öruglega gleyma helmingnum!

knús!!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 03:35

4 identicon

Hæ hæ.. jæja þú ert komin með blogg þá get ég skoðað það, ég tók mér bessaleyfi og setti þig á síðuna mína sem tengil, vonandi er það í lagi

Kveðja Helga felga 

Helga Laufey (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 13:14

5 Smámynd: Unnur Guðrún

Innlitskvitt

Unnur Guðrún , 25.7.2007 kl. 08:32

6 identicon

Það var mjög gaman að hitta þig og vonandi verða ekki svona mörg á á milli aftur :)

En er ekki norska nautakjötið algjört príma ? :Þ

kv.

krissi 

kristján (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 10:42

7 identicon

Hahaha ein treg, ég var að kíkja í gestabókina hjá mér núna fyrst og sá að þú hafir skrifað þar

Já því miður er ekkert númer skráð á mig, hefði verið gaman að hitta þig, við hittumst bara næst !

 P.s. Blogga svo

Helga Felga (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 12:35

8 identicon

hæ hæ,
gaman að lesa ferðasöguna ykkar, vonandi munu leiðir okkar einhverntíman liggja saman heima á Íslandinu góða.
og svo var ég að lesa eldri blogg líka og gat ekki annað en hlegið að slökkviliðsbíla sögunni :) Ég get vel ímyndað mér að þú hafir fengið í magann við að horfa á "litla" barnið þitt svona hátt uppi í tré og vera sjálf bjargarlaus á jörðinni úff. gott að allt fór vel.
bið að heilsa.
Gréta María frænka

Gréta María (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband