Slökkviliðsbíll

Mér varð hugsað til þess að móðir mín er ekki manneskja sem ber fréttir af ættingjum á milli. Ég hef stundum ekki fengið fréttir fyrr en allt er yfirstaðið. T.d. þegar Día eignaðist yngri strákinn þá frétti ég það viku seinna og ég vissi ekki einu sinni að hún hefði verið ólétt Smile. En ég ætla nú ekki að skjóta meir á hana móður mína, hún er yndisleg.

Það sem ég ætlaði að tala um er hún dóttir mín. Á þriðjudegi áður en hún fór til íslands var hún að leika sér í leikskólanum sem er við hliðina á húsinu sem við búum í. Hún var þar með Róbert og vinkonu sinni sem heitir Carmen. Þau voru að klifra í hinum og þessum trjám sem eru á leikskólalóðinni og allt í lagi með það. En allt í einu kemur Róbert til Olaf(maðurinn sem við leigjum hjá) og segir að Rakel sé föst upp í tré og komist ekki niður, Olaf sendir Róbert upp til mín og biður hann að segja mér að koma. En Róbert segir mér að Olaf þurfi hjálp, svo að ég klæði mig í skó í rólegheitum (ég vissi ekkert um Rakel). Svo þegar ég kem út þá mæti ég nágrannanum á harðahlaupum og yfir girðinguna í leikskólann. Ég elti og sé þá Róbert, Olaf og Habba upp í stiga við eitt tréð. Og þá sé ég að það er Rakel sem er upp í tré og það eru 10 metrar upp til hennar, stiginn sem Olaf hafði fengið lánaðan hjá nágrannanum náði ekki upp og tréð var svo mjótt þar sem Rakel var að við þorðum ekki að klifra upp því það hefði getað brotnað undan þunga okkar.

Habbi hringdi því í neyðarlínuna..... Maðurinn sagði á hinum endanum að hann hefði heyrt um ketti upp í tré en aldrei 7 ára gamla stelpu. Og hann sendi slökkviliðsbíl með 6 slökkviliðsmönnum, komu þeir með sírenum og látum. (ég fór ekkert smá hjá mér) Voru þeir með stiga sem ekki þurfti að styðjast við tréð og klifraði einn þeirra upp og bar prinsessuna mína niður.

 Ég hef aldrei verið jafn hrædd um prinsessuna mína.

Og ég held að hún hafi lært að klifra ekki svona rosalega hátt, en hver veit. Krakkar klifra upp um allt, ég gerði það allavega Grin.

Vildi bara deila þessu með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur Guðrún

hún sker sig í ættina og klifrar hátt. En þetta með fréttirnar og mig það er nú bara svona ef fólk er ekki í kring um mig þegar mér eru sögð tíðindi þá gleymi ég því bara. Og skil ekkiert í að allir viti ekki það sem ég veit.

Unnur Guðrún , 23.6.2007 kl. 20:35

2 identicon

hahahahaha  hlæ bæði af Rakel og svo af athugasemd mömmu hihi

knús

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 23:14

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið er gott að ekki fór illa. Sú stutta er dugleg að klifra.

Já hún mamma þín er allveg dásamleg jafnvel þó hún gleymi fréttum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.6.2007 kl. 12:56

4 identicon

gott að hún komst niður á endanum,  en vona að þú eigir góða ferð a morgun heim á klakan ég öfunda þig geðveikt en góða ferð samt sem áður

Inga Dogg Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 19:45

5 Smámynd: Þórunn Día Steinþórsdóttir

Ég gat nú ekki annað en skellt upp úr þegar ég las um fréttafluttning fjölskyldunar.  Ég var bara að frétta í dag að Villi hafi eignast strák sem nú er að verða 2ja mánaða!!!  Við mamma vorum að tala um skírnir og hún var nú ekki viss um hvort búið væri að skíra Vilhjálmsson. HA á Villi barn? Svarið frá henni þegar ég skammaði hana var "ég var víst búin að segja þér það, þú ert bara búin að gleyma!"  Hvað verðurðu annars lengi á Íslandi núna? xxx

Þórunn Día Steinþórsdóttir, 26.6.2007 kl. 20:05

6 Smámynd: Kristján S. Einarsson

Sæl, kristján hérna, þetta er nú meiri sagan, þú ættir kanski að spá í fjölskyldudegi í klifurhúsi En svo ég spyrji eins og fleirri, hvað verðurðu lengi á landinu ? 

Kristján S. Einarsson, 3.7.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband