18.3.2009 | 08:18
Kettirnir hér sýna Storm í hnotskurn hihi
Kettlingurinn sem er alveg að sofna er alveg rosalega líkur Storm þegar hann kom til okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.12.2008 | 11:22
Kisuskrípi
Já eins og fyrirsögnin segir til þá vil ég upplýsa að við erum kominn með lítinn kettling, ca 3 mánaða. Og alger vitleisingur hihi.....
Krakkarnir voru hjá pabba sínum um helgina og náði ég í bjánann á laugardeginum og átti notalega helgi með honum(þetta er strákur, búinn að ath). Hann er mjög leikinn og sést það á höndunum á mér þær líta út eins og ég veit ekki hvað.
Ég las mér til um kettlinga á netinu áður enn hann kom til okkar og þar stóð að kettlingar kæmu vanalega ekki út úr ferðabúrinu fyrsta daginn, þeir myndu ekki fara á kattaklósettið fyrr en ég væri sofnuð og þeir myndu ekki borða fyrstu dagana. Það átti sko ekki við um bjánann okkar, það tók hann ekki 1 mínútu að fara út úr ferðabúrinu, hann borðaði um leið og fór svo á klósettið.
Ástæðan fyrir því að ég segi ekkert nafn er út af því að við erum ekki orðin alveg sammála um nafn. Ef þið hafið tillögur þá eru þær vel þegnar. Hann er alveg svartur og alger bjáni hehe....
Ég ætlaði að lesa fyrir krakkana þegar þau áttu að fara að sofa en ég varð að hætta því þau hlógu svo mikið af uppátækjum kattarbjánans og hlustuðu takmarkað á það sem móðir þeirra var að lesa.
En út í annað.
Það er búið að vera jólakvöld í skólanum hjá krökkunum. Róbert í síðustu viku og átti hann að hafa lært utan að nokkrar línur sem hann átti að segja fyrir framan alla foreldrana og stóð hann sig alveg eins og hetja. Það heyrðist best í honum, líka þegar þau voru öll að syngja.
Svo í gær var það hjá bekknum hennar Rakel Maríu, hér í noregi er haldið upp á Sankta Lusia og í ár var Rakel María valinn og var hún alklædd í hvítt með ljós á höfðinu(lítur út eins og aðventukrans) og labbaði fyrst á milli allra foreldranna, hún var svo glæsileg með sitt fallega síða ljósa hár.(Mamman var geðveikt stolt) Svo sungu þau og léku leikrit um Sankta Lusiu. Rosa gaman, set myndir fljótlega.
En verð bara að segja jolastjarnan.heimur.com er alveg snilld fyrir mig sem bý hér úti í noregi. Get hlustað á jólalög allan sólarhringinn . Erum ég og hún þessi ekki rosalega líkar hehehehehehe.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.11.2008 | 21:44
Skólinn....
Jæja nú er ég byrjuð í skólanum og finnst bara rosa gaman.
Er búinn að senda inn 3 verkefni og búinn að fá einkannir úr þeim. Í fyrsta verkefninu fékk maður bara að vita hvort maður stóðst eða ekki og ég STÓÐST. Í öðru verkefninu voru gefnar einkannir A,B,C,D,E,F og E er lægsta einkunn sem maður getur fengið og staðist. Ég fékk A og var alveg í skýjunum í nokkra daga. Og það held ég sá ástæðan fyrir einkunninni úr síðasta verkefni, var aðeins of kokhraust. Ég fékk C . Svo núna er ekkert slappað af, nú er bara harkan sex og fá hærri einkunn næst.
Róbert er líka rosalega duglegur í skólanum, klárar allan heimalærdóm á mánudögum fyrir alla vikuna. Og ef hann gleymir einhverri bók á mánudögum þá klárar hann það á þriðjudögum. Rosa stolt mamma.
Rakel mætti nú alveg vera duglegri, hún gleymir bókum og reynir að snýkjast undan með að gera heimalærdóminn. Hugurinn er ekki alltaf til staðar við heimalærdóminn þegar hún gerir hann, verkefni sem gæti tekið 10 mín tekur allt frá 30mín til 40 mín. Róbert greijið verður að læðast eða leika inni í herbergi annars fær hann skammir frá systur sinni. Ég reyni nú að segja henni að hann eigi nú að geta verið hér eins og vanalega þó hún sé að gera heimalærdóm, hún verði bara að loka á allt annað en það sem hún eigi að vera að einbeita sér að.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.10.2008 | 14:54
já það var svo það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.10.2008 | 15:06
Skóli
Já eins og fyrirsögnin segir þá er ég búinn að skrá mig í skóla. Hann heitir NKI og er fjarnám, námið er bókhald. Og það besta er að ég borga ekki krónu.
Tryggingarstofnun borgar brúsann hehe..... plús þeir láta mig hafa pening á 2 vikna fresti. Það er nú ekki mikið en nóg til að við höfum það gott .
Þetta nám tekur 1 ár og býst Tryggingastofnun við að þá hef ég komið meðalatöku og sjúkdóm á rétt kjöl svo að ég geti farið að vinna.
Jibbý......
En ég er svolítið kvíðinn, að byrja að læra aftur eftir 12 ár........ en spennandi samt
bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2008 | 09:47
Hún er orðinn 9 ára
Var búinn að skrifa heilan helling áðan og svo fraus allt og nú nenni ég bara ekki að byrja upp á nýtt.
En hún Rakel Marían mín varð 9 ára 21. september þótt ótrúlegt megi virðast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.9.2008 | 17:02
kvart kvart og kvein...........
Pabbinn minn þessi elska er alltaf að segja við mig. Ertu alveg hætt að skrifa á netið?????????????
Sko ég er bara löt. Okei . Svo er mamma byrjuð líka því að ég er ekki búinn að segja frá einum ef ekki tveim hlutum. hihi................
Okei.......... Rakel María var hjá augnlækni á fimmtudagin og gellan þarf að fá gleraugu sem hún á að nota alltaf, nema ef hún er úti í fríminútum eða leika sér voða mikið. Þetta er nú ekkert rosalegt, hún er með +1,5 og +1,25 en hún er með einhverja sjónskekkju líka.
Þarna er ég búinn að segja frá þessu mamma.
Og svo eru báðir krakkarnir byrjaðir í fimleikum, fyrst þá var það eiginlega bara Rakel María sem ætlaði að byrja en þegar Róbert sá hvað hún fékk að gera þá langaði honum líka og fékk það að sjálfsögðu.
Óhhh og við erum búinn að bæta við fjölskylduna okkar. Tvær yndislegar stúlkur sem fengu nöfnin Minný og Dolly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.6.2008 | 14:50
Myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.6.2008 | 08:42
Tannlæknavaktin
Ég vaknaði í fyrri nótt með gífurlega verki í vinstri endajaxli, djöfull var það vont. Svo að ég hringdi í tannlæknavaktina og mér var bara sagt að koma og taka númer og þá myndu þau hjálpa mér. Ég geri þetta og svo er komið að mér.......
Ég sest í stólinn og það er tekin mynd og svo kemur tannlæknirinn. Hún rétt kíkir upp í munninn á mér og segir svo: ég get ekki tekið þennan endajaxl, það er sýking í honum. En ég ætla að skera pínu svo að hann eigi auðveldara að koma lengra upp. Ég fæ deyfingu og hún sker og setur eitthvað upp í kjaftinn á mér sem á að vera það til þriðjudags. Ennnnn.........
Þegar tannlæknirinn er búinn byrjar hjartað í mér að slá skringilega og ég fæ skjálfta út um allan líkama og áður en ég veit af þá er ég komin með súrefnisgrímu, lappirnar upp í loft og ullarteppi yfir mig. Konurnar í kringum mig talandi við mig eins og ég væri rosa hrædd og reynandi að róa mig, en málið var að ég var ekkert hrædd, réði bara ekki við hvernig ég andaði og stjórnaði ekki skjálftanum.
Svo að tannlæknaferð mín var pínu meiri en ég hafði búið mig undir
Svo núna er ég á sýklalyfjum og hef drullu vont í kjaftinum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2008 | 10:43
nenni ekki að gera fyrisögn
Var að skoða þetta blogg mitt og hrikalega er ég löt við þetta.
Síðan ég skrifaði síðast þá hefur babyið mitt náð að verða 6 ára. Það var haldið með pomp og prakt í Hoppe Loppe Land sem er staður þar sem krakkar geta leikið og orðið rosalega þreytt (sem er mjög þægilegt fyrir foreldrana hehe...). En allavega.... drengurinn var mjög ánægður með daginn.
Svo núna 4 og 5 júní var hann í heimsókn í skólann sem hann byrjar í í haust. Hitti kennarann sem hann mun koma til með að hafa og hún heitir Marit. Hann þekkti 3 stráka í bekknum 2 af þeim eru með honum í leikskólanum og 1 er yngri bróðir vinkonu Rakelar(sem hún rífst heiftarlega við stundum en samt vinkonur hihi....). Mig grunar nú að sonur minn verði sá í bekknum sem verði kallaður bekkjartrúðurinn. Hann finnur alltaf upp á einhverju sem fær hina krakkana til að skjellihlæja. Svo að ég hef engar áhyggjur af honum, hann er ekki feiminn við að spyrja hvort hann geti verið með í leiknum og leikur við alla. (alger andstæða systur sinnar)
Svo hef ég enn meiri fréttir af honum Róbert mínum. Eins og þið vitið sem lesið bloggið mitt(þegar ég nenni að skrifa) þá hef ég verið með Róbert hjá lækni varðandi það að hann verður rosalega þreyttur og hreinlega bara sofnar jafn hratt og maður smellir fingrunum. En allavega síðasta fimmtudag þá var hann lagður inn á sjúkrahús yfir nótt (því að ég á ekki bíl), til þess að taka svona svefn EEG. En það þýðir að hann lagði sig upp úr 9 fimmtudagskvöldið og ég fljótlega eftir það og svo vorum við vakin klukkan 3 um nóttina. Hann átti nefnilega að vera mjög mjög mjög þreyttur þegar hann færi í EEG klukkan 7:45 um morguninn. Ég skal bara segja ykkur að ég var ógeðslega þreytt og til að halda okkur vakandi fórum við tvisvar út að ganga, spiluðum spil, spiluðum á Game Boy, borðuðum pínu. Svo var komið að því að hann færi í þetta og konan byrjaði að setja eitthvað klístur á hina á þessa staði á hausnum á honum til þess að allar leiðslurnar skyldu haldast á réttum stað og áður en konan var búinn að festa allar leiðslurnar var minn maður steinsofnaður. Konan var svo hissa og sagði að hún hefði nú aldrei upplifað að einhver sofnaði áður en hún væri byrjuð. Svo eftir þetta fengum við bara að fara heim og þá var dreginn út svefnsófinn sett á DVD og móðirin steinsofnaði og pilturinn líka.
Núna á bara Róbert eftir 2 daga í leikskóla og svo er hann hættur. Skólinn er búinn hjá Rakel sama dag svo að við tökum sumarfrí þá.
til ykkar allra, nenni ekki meir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar