Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

smá fréttir

Í gær var frekar áhugaverður dagur.

Ég og Habbi höfum verið með Róbert í sjúkrahúsheimsóknum vegna svefnvenja hans og í gær átti pilturinn að gangast undir EEG rannsókn. Sem þýðir það að þeir setja um 20 víra hér og þar um hausinn á honum til að mæla heilavirkni hjá honum. Átti hann að liggja þar hreyfingalaus í 20 mín. Og að sjálfsögðu sofnaði pilturinn. Ég meina strákurinn er vanur að sofna ef hann fær rólega stund, hvar og hvenær sem er. Hann slappar virkilega af.

Hef nú ekki fengið neitt út úr þessu en vonast til að heyra eitthvað í næstu viku.

 

Svo fórum við í leikhús í gærkveldi á leikrit sem heitir Jakten på Juleskurken. Það var rosalega gaman og ég hló meir en krakkarnir. En krökkunum fannst rosalega gaman og það var fyrir mestu. Þegar heim kom drógum við út svefnsófann í stofunni og horfðum á upprunalegu myndina af Galdrakarlinum i OZ. Ég hafði aldrei séð þá útgáfuna og fannst hún eiginlega bara góð, en krakkarnir voru nú ekki alveg jafn áhugasamir. hehe.....

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband