Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Okkar ástkæri Sveigur

sumarfrí á íslandi 07 091

Sveigur

11. mars 1996 - 25. apríl 2008

I gær dó hann Sveigur okkar, hann var alveg yndislegur hundur sem bræddi allra hjörtu. Hann hafði persónuleika sem var svo yndislegur og góður.

Ég minnist þess þegar ég bjó hjá henni mömmu þegar ég var ólétt af honum Róbert mínum og Rakel María var úti að leika með fótbolta, Sveigur varð með í leiknum og sparkaði Rakel boltanum og hljóp á eftir, Sveigur rölti samferða henni en þegar hún var alveg að ná boltanum þá dillaði hann rassinum í hana svo að hún datt og svo tók hann boltann í kjaftinn og hljóp í burtu. Rakel Maríu fannst þetta nú bara fyndið og hljóp á eftir.

Sveigur var hinn mesta barnagæla og gátu börn velst ofan á honum og þegar hann hafði fengið nóg þá stóð hann bara upp og hristi þau af sér og gekk í burtu þar sem þau náðu ekki í hann. Hann passaði líka upp á krakkana, t.d. eftir að Róbert fæddist og svaf út í vagni þá lá hann við hliðina á vagninum allan tíman og passaði upp á litla krílið.

Svo að ég minnist Sveigs með hlýjum og góðum minningum um góðan vin. Bless minn kæri Sveigur, ég elska þig.


lasarusinn hehe...

Núna er ég byrjuð á enn einu meðalinu, ásamt öllum hinum, á víst að hafa enn betri áhrif. Því það lyf sem ég er á nú hefur ekki hjálpað jafn mikið og þeir héldu. Er enn mjög slöpp, á góða daga og slæma daga.

Hef haft mikla liðaverki og hef fengið sterk verkjalyf sem gera mig mjöööööög blíða Grin. Krökkunum finnst ég mjög skrítinn þegar þau hafa byrjað að virka. hehe..... Sem betur fer hefur hún móðir mín verið hjá mér og hjálpað mér alveg gífurlega mikið. Hún hefur verið alveg ómetanleg og ég mun aldrei getað þakkað henni nóg. Hún er ENGILL.

Ennnnnn....... núna er ég að bíða spennt yfir að fá svar hjá Tryggingarstofnuninni varðandi fjarnám, málið er nefnilega að þar sem ég er enn svo slöpp og lít ekki rosalega bjart á það að komast í vinnu alveg á næstunni. Sérstaklega þar sem sjúkdómurinn er enn frekar virkur þessar vikurnar. Þá spurði ég um að fara í fjarnám og tryggingarstofnun er að skoða málið með hvort þeir kannski borgi bara allan brúsann. Og konan sagði að það gengi kannski ef þetta væri bara 50% nám en ekki fullt nám. Og ef það gengur þá byrja ég að læra bókhald, það er vinna sem ég hef möguleika á að vinna heima eða gerast sjálfstæður bókhaldari. Hann sem ég leigi hjá sagði að þegar ég væri búinn með þetta nám og vildi kannski stofna eigið bókhaldsfyritæki þá gæti ég haft aðstöðu hér í kjallaranum.

Þannig að lífið er ekki bara eymd og volæði hjá mér   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband