Skóli

Já eins og fyrirsögnin segir þá er ég búinn að skrá mig í skóla. Hann heitir NKI og er fjarnám, námið er bókhald. Og það besta er að ég borga ekki krónu.

Tryggingarstofnun borgar brúsann hehe..... plús þeir láta mig hafa pening á 2 vikna fresti. Það er nú ekki mikið en nóg til að við höfum það gott Smile.

Þetta nám tekur 1 ár og býst Tryggingastofnun við að þá hef ég komið meðalatöku og sjúkdóm á rétt kjöl svo að ég geti farið að vinna.

Jibbý......

En ég er svolítið kvíðinn, að byrja að læra aftur eftir 12 ár........ en spennandi samt Smile

bæjó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott að þú kemst í þetta og án þess að borga krónu. Gangi þér vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.10.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

já byrja í skóla eftir 12 ár er erfitt en 21 ár er líka skrítið en auðvitað er þetta ekkert mál fyrir okkur frænkutetur

Laugheiður Gunnarsdóttir, 4.10.2008 kl. 22:40

3 identicon

Oh þú spjarar þig!!

knús!!!! 

K

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband