Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Lítil útgáfa af ferðasögu

Jæja nú er þreytan farin að mestu Smile. Eins og flestir vita þá höfum við krakkarnir verið á íslandi, við höfðum það rosalega gott og gaman. Krakkarnir voru fyrstu 2 vikurnar með pabba sínum og fóru meðal annars í Bláa lónið og svo keyrðu þau og skoðuðu Geysi og Gullfoss. Ég kom 5 dögum áður en ég átti að fá krakkana aftur og var bara í rólegheitum með Ömmu, Afa og Mömmu. Ég fór á lokasýninguna hjá Ladda eða það átti að vera lokasýning en þetta er búið að vera svo vinsælt hjá kallinum að hann verður að hafa nokkrar sýningar í ágúst Smile. Þetta var rosalega skemmtileg sýning fannst mér allavega, ég söng og hló eins og vitleysingur. Ég fór með Mömmu, Ármanni og Röggu og þau sátu hinu megin í salnum og ég held að ég hafi litið rosalega skelfilega út því að maðurinn sem sat við hliðina á mér ríg hélt í dömuna við hliðina á sér. Það lá við að hann sæti í fanginu á henni Grin.

En semsagt þá hitti ég krakkana á föstudegi og svo fórum við upp á skaga til Óla, Möggu og Ingu Birnu og höfðum það rosalega gaman með þeim. (Fyrir fólk sem ekki veit hver þau eru þá er Magga fyrsti íslendingurinn sem ég kynntist hér í Noregi ´97 og Óla stuttu eftir)

Ég veit ekki hverjir hafa áhuga á að lesa alla ferðasögu mína svo ég stytti hana pínu Smile.

Allavega þá fór  ég norður til Heiðu og co. Það var alveg rosalega kósí. Við fórum þrisvar í sund, en eftir fyrstu sundferð þá varð mér ljóst að ég yrði að kaupa mér nýjan sundbol eða vera með allt til sýnis að framan ef þið skiljið hvað ég meina Blush. Svo fórum við líka einu sinni í bíó og öllum fannst það rosalega gaman fyrir utan Róbert, hann náði ekki alveg því sem var að gerast og leiddist bara. (Vorum á Evan Almighty, held að þetta sé skrifað svona Tounge). En þegar leið okkar lá suður aftur var stoppað í Húsafelli og fellihýsið reist upp og sofið þar í eina nótt áður en við drifum okkur í bæinn til að skipta um föt fyrir skírnina hjá honum Daníel Magna(rosaleg dúlla þessi strákur eins og bróðir hans).

Pabbi grillaði fyrir okkur á mánudeginum áður en við fórum út aftur og var það rosalega gott, íslenskt lambakjöt er miklu betra en norskt nokkurn tíman. Þannig að þið skiljið þá borða ég bara svín og kjúkling hér í norge + pylsur Grin.

Nú þarf ég að hætta Rakel er að fara til vinkonu sinnar sem hún hefur ekki séð í mánuð og ég þarf að fylgja henni, það er full langt fyrir minn smekk ennþá að hún fari ein nefnilega Errm.

Bless í bili.

Kossar og knús

 

 

 

 


komin úr sumarfríi

Jæja þá er sumarfríið mitt á Íslandi búið en er samt ennþá í sumarfríisskapi. Ætla þó að reyna að skrifa eitthvað hér fljótlega. Ætla bara að láta vita að það þýðir lítið að KLUKKA mig. Ég nenni því ekki Cool

Ég var svo þreytt þegar ég kom til norge og þreytan er ekki alveg farin úr mér. Skrifa þegar hún er farinn Smile


Sumarfrí

Vildi bara láta vita að ástæðan fyrir því að ég blogga ekki þessa dagana er sú að ég er í SUMARFRÍI á Íslandi og ætla ekki að eyða tímanum í að blogga. Blogga frekar þegar ég er kominn heim til Norge Cool. En það er 18 júlí.

Kveðja frá einni í sumarfríi Tounge


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband