Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Myndir

Er búin að setja inn nokkrar nýjar myndir

  








Tannlæknavaktin

Ég vaknaði í fyrri nótt með gífurlega verki í vinstri endajaxli, djöfull var það vont. Svo að ég hringdi í tannlæknavaktina og mér var bara sagt að koma og taka númer og þá myndu þau hjálpa mér. Ég geri þetta og svo er komið að mér.......

Ég sest í stólinn og það er tekin mynd og svo kemur tannlæknirinn. Hún rétt kíkir upp í munninn á mér og segir svo: ég get ekki tekið þennan endajaxl, það er sýking í  honum. En ég ætla að skera pínu svo að hann eigi auðveldara að koma lengra upp. Ég fæ deyfingu og hún sker og setur eitthvað upp í kjaftinn á mér sem á að vera það til þriðjudags. Ennnnn.........

Þegar tannlæknirinn er búinn byrjar hjartað í mér að slá skringilega og ég fæ skjálfta út um allan líkama og áður en ég veit af þá er ég komin með súrefnisgrímu, lappirnar upp í loft og ullarteppi yfir mig. Konurnar í kringum mig talandi við mig eins og ég væri rosa hrædd og reynandi að róa mig, en málið var að ég var ekkert hrædd, réði bara ekki við hvernig ég andaði og stjórnaði ekki skjálftanum.

Svo að tannlæknaferð mín var pínu meiri en ég hafði búið mig undir   

Svo núna er ég á sýklalyfjum og hef drullu vont í kjaftinum







nenni ekki að gera fyrisögn

Var að skoða þetta blogg mitt og hrikalega er ég löt við þetta.

Síðan ég skrifaði síðast þá hefur babyið mitt náð að verða 6 ára. Það var haldið með pomp og prakt í Hoppe Loppe Land sem er staður þar sem krakkar geta leikið og orðið rosalega þreytt (sem er mjög þægilegt fyrir foreldrana hehe...). En allavega.... drengurinn var mjög ánægður með daginn.

Svo núna 4 og 5 júní var hann í heimsókn í skólann sem hann byrjar í í haust. Hitti kennarann sem hann mun koma til með að hafa og hún heitir Marit. Hann þekkti 3 stráka í bekknum 2 af þeim eru með honum í leikskólanum og 1 er yngri bróðir vinkonu Rakelar(sem hún rífst heiftarlega við stundum en samt vinkonur hihi....). Mig grunar nú að sonur minn verði sá í bekknum sem verði kallaður bekkjartrúðurinn. Hann finnur alltaf upp á einhverju sem fær hina krakkana til að skjellihlæja. Svo að ég hef engar áhyggjur af honum, hann er ekki feiminn við að spyrja hvort hann geti verið með í leiknum og leikur við alla. (alger andstæða systur sinnar)

Svo hef ég enn meiri fréttir af honum Róbert mínum. Eins og þið vitið sem lesið bloggið mitt(þegar ég nenni að skrifa) þá hef ég verið með Róbert hjá lækni varðandi það að hann verður rosalega þreyttur og hreinlega bara sofnar jafn hratt og maður smellir fingrunum. En allavega síðasta fimmtudag þá var hann lagður inn á sjúkrahús yfir nótt (því að ég á ekki bíl), til þess að taka svona svefn EEG. En það þýðir að hann lagði sig upp úr 9 fimmtudagskvöldið og ég fljótlega eftir það og svo vorum við vakin klukkan 3 um nóttina. Hann átti nefnilega að vera mjög mjög mjög þreyttur þegar hann færi í EEG klukkan 7:45 um morguninn. Ég skal bara segja ykkur að ég var ógeðslega þreytt og til að halda okkur vakandi fórum við tvisvar út að ganga, spiluðum spil, spiluðum á Game Boy, borðuðum pínu. Svo var komið að því að hann færi í þetta og konan byrjaði að setja eitthvað klístur á hina á þessa staði á hausnum á honum til þess að allar leiðslurnar skyldu haldast á réttum stað og áður en konan var búinn að festa allar leiðslurnar var minn maður steinsofnaður. Konan var svo hissa og sagði að hún hefði nú aldrei upplifað að einhver sofnaði áður en hún væri byrjuð.  Svo eftir þetta fengum við bara að fara heim og þá var dreginn út svefnsófinn sett á DVD og móðirin steinsofnaði og pilturinn líka.

Núna á bara Róbert eftir 2 daga í leikskóla og svo er hann hættur. Skólinn er búinn hjá Rakel sama dag svo að við tökum sumarfrí þá.

  til ykkar allra, nenni ekki meir. 








Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband