Tannlæknavaktin

Ég vaknaði í fyrri nótt með gífurlega verki í vinstri endajaxli, djöfull var það vont. Svo að ég hringdi í tannlæknavaktina og mér var bara sagt að koma og taka númer og þá myndu þau hjálpa mér. Ég geri þetta og svo er komið að mér.......

Ég sest í stólinn og það er tekin mynd og svo kemur tannlæknirinn. Hún rétt kíkir upp í munninn á mér og segir svo: ég get ekki tekið þennan endajaxl, það er sýking í  honum. En ég ætla að skera pínu svo að hann eigi auðveldara að koma lengra upp. Ég fæ deyfingu og hún sker og setur eitthvað upp í kjaftinn á mér sem á að vera það til þriðjudags. Ennnnn.........

Þegar tannlæknirinn er búinn byrjar hjartað í mér að slá skringilega og ég fæ skjálfta út um allan líkama og áður en ég veit af þá er ég komin með súrefnisgrímu, lappirnar upp í loft og ullarteppi yfir mig. Konurnar í kringum mig talandi við mig eins og ég væri rosa hrædd og reynandi að róa mig, en málið var að ég var ekkert hrædd, réði bara ekki við hvernig ég andaði og stjórnaði ekki skjálftanum.

Svo að tannlæknaferð mín var pínu meiri en ég hafði búið mig undir   

Svo núna er ég á sýklalyfjum og hef drullu vont í kjaftinum







« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hihi knús systa mín!!!  15 dagar!!!!!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

hvernig er þetta með þig ætlar þetta ekki að fara enda litli hrakfallabálkurinn þinn

Laugheiður Gunnarsdóttir, 25.6.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ þetta er óskaplegt. Leiðinlegt og sárt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.6.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband