Okkar ástkæri Sveigur

sumarfrí á íslandi 07 091

Sveigur

11. mars 1996 - 25. apríl 2008

I gær dó hann Sveigur okkar, hann var alveg yndislegur hundur sem bræddi allra hjörtu. Hann hafði persónuleika sem var svo yndislegur og góður.

Ég minnist þess þegar ég bjó hjá henni mömmu þegar ég var ólétt af honum Róbert mínum og Rakel María var úti að leika með fótbolta, Sveigur varð með í leiknum og sparkaði Rakel boltanum og hljóp á eftir, Sveigur rölti samferða henni en þegar hún var alveg að ná boltanum þá dillaði hann rassinum í hana svo að hún datt og svo tók hann boltann í kjaftinn og hljóp í burtu. Rakel Maríu fannst þetta nú bara fyndið og hljóp á eftir.

Sveigur var hinn mesta barnagæla og gátu börn velst ofan á honum og þegar hann hafði fengið nóg þá stóð hann bara upp og hristi þau af sér og gekk í burtu þar sem þau náðu ekki í hann. Hann passaði líka upp á krakkana, t.d. eftir að Róbert fæddist og svaf út í vagni þá lá hann við hliðina á vagninum allan tíman og passaði upp á litla krílið.

Svo að ég minnist Sveigs með hlýjum og góðum minningum um góðan vin. Bless minn kæri Sveigur, ég elska þig.


lasarusinn hehe...

Núna er ég byrjuð á enn einu meðalinu, ásamt öllum hinum, á víst að hafa enn betri áhrif. Því það lyf sem ég er á nú hefur ekki hjálpað jafn mikið og þeir héldu. Er enn mjög slöpp, á góða daga og slæma daga.

Hef haft mikla liðaverki og hef fengið sterk verkjalyf sem gera mig mjöööööög blíða Grin. Krökkunum finnst ég mjög skrítinn þegar þau hafa byrjað að virka. hehe..... Sem betur fer hefur hún móðir mín verið hjá mér og hjálpað mér alveg gífurlega mikið. Hún hefur verið alveg ómetanleg og ég mun aldrei getað þakkað henni nóg. Hún er ENGILL.

Ennnnnn....... núna er ég að bíða spennt yfir að fá svar hjá Tryggingarstofnuninni varðandi fjarnám, málið er nefnilega að þar sem ég er enn svo slöpp og lít ekki rosalega bjart á það að komast í vinnu alveg á næstunni. Sérstaklega þar sem sjúkdómurinn er enn frekar virkur þessar vikurnar. Þá spurði ég um að fara í fjarnám og tryggingarstofnun er að skoða málið með hvort þeir kannski borgi bara allan brúsann. Og konan sagði að það gengi kannski ef þetta væri bara 50% nám en ekki fullt nám. Og ef það gengur þá byrja ég að læra bókhald, það er vinna sem ég hef möguleika á að vinna heima eða gerast sjálfstæður bókhaldari. Hann sem ég leigi hjá sagði að þegar ég væri búinn með þetta nám og vildi kannski stofna eigið bókhaldsfyritæki þá gæti ég haft aðstöðu hér í kjallaranum.

Þannig að lífið er ekki bara eymd og volæði hjá mér   


lasinn

Gaaaaarg............

Var búinn að skrifa hér pínu lítið og svo hvarf bara allur skíturinn.

Allavega þá er ég búinn að vera meir eða minna lasinn síðan í janúar, en fyrir 4 vikum síðan var ég síðan lögð inn á sjúkrahús og hef verið inn og út af sjúkrahúsinu síðan. Hef gengið í margar og átakasamar rannsóknir sem hafa tekið á sál og líkama. Læknarnir hallast að því að ég hef sjúkdóm sem heitir Chron(mamma er með link um hann á síðunni sinni). Þetta er sjúkdómur sem leggst á þarmana og gerir það að verkum að þeir virka ekki eðlilega. Sjúkdómur sem ekki er hægt að lækna en hægt að gera margt til að halda niðri og gera köstin hans vægari.

Hef ekki mikla orku þessa dagana svo ég skrifa ekki meir i bili.


jæja jæja......

hmmmm........

 

Á ég að byrja hvar.........

 

Jólin hafa gengið hjá og voru þau róleg og fín, var med krakkana yfir þessi jól og er það í fyrsta skiftið síðan ég flutti út frá Habba. Rosalega gaman að sjá börnin mín opna gjafirnar sínar á réttum degi. Áramótin voru nú líka róleg þó ég hafði ekki krakkana þá, var sofnuð fyrir 2. Frétti nú frá Habba að hún Rakel María hafði vakað til kl 5:30. Þau feðginin höfðu verið að horfa á vídeo og kósað sig. Róbert sofnaði nú miklu fyrr eða kl 1:30 ca.

Hvað skólanum varðar þá er ég búinn að taka 2 próf í tölvuhlutanum. 1 í Internet og outlook og fékk 87% rétt, þurfti bara 75% til að ná svo ég var mjög ánægð. Tók í dag próf í word2003 og fékk 94%. Núna erum við byrjuð í exel og það er geðveikt gaman. Kennarinn er líka svo skemmtilegur sem kennir okkur í tölvunum, annað með hinn kennarann sem ég er með hina vikuna. Tíminn gengur svo hægt þá að ég úldna næstum, ennnnnnn við erum að fá nýjan kennara í þeim tímum og ég vona að hann sé skemmtilegri. Og ekki er það verra að það er karlmaður(hinn var kona) og er bara þokkalega sætur. hihi..........

Hvað ástarmálin varðar......... þá er pínu í gangi hjá mér sem virkar lofandi. Vil ekki segja meir fyrr en ég veit hvað verður úr þessu en krossið endilega fingur fyrir mig. Er nefnilega ekkert heppinn þegar kemur að þeim málum. Blush

 Róbert er að fara enn eina ferðina á barnadeildina á sjúkrahúsinu í tékk. Ef ég á að segja alveg eins og er þá vona ég að það komi bara ekkert út úr þessu. Og að hann sé bara með svona gott svefnhjarta.

Sorry en ég er ekki í stuði til að skrifa meir. blahhhhh............


smá fréttir

Í gær var frekar áhugaverður dagur.

Ég og Habbi höfum verið með Róbert í sjúkrahúsheimsóknum vegna svefnvenja hans og í gær átti pilturinn að gangast undir EEG rannsókn. Sem þýðir það að þeir setja um 20 víra hér og þar um hausinn á honum til að mæla heilavirkni hjá honum. Átti hann að liggja þar hreyfingalaus í 20 mín. Og að sjálfsögðu sofnaði pilturinn. Ég meina strákurinn er vanur að sofna ef hann fær rólega stund, hvar og hvenær sem er. Hann slappar virkilega af.

Hef nú ekki fengið neitt út úr þessu en vonast til að heyra eitthvað í næstu viku.

 

Svo fórum við í leikhús í gærkveldi á leikrit sem heitir Jakten på Juleskurken. Það var rosalega gaman og ég hló meir en krakkarnir. En krökkunum fannst rosalega gaman og það var fyrir mestu. Þegar heim kom drógum við út svefnsófann í stofunni og horfðum á upprunalegu myndina af Galdrakarlinum i OZ. Ég hafði aldrei séð þá útgáfuna og fannst hún eiginlega bara góð, en krakkarnir voru nú ekki alveg jafn áhugasamir. hehe.....

 


Námskeiðið og fleira

Jæja þá er ég byrjuð á námskeiðinu, mætti nú alveg kalla þetta skóla því að námskeiðið er ekki búið fyrr en 20 júní 2008. 20 vikur í námi og 10 vikur í verknámi.

En þetta er alveg rosalega gaman, við erum í tölvum aðrahvora viku og lærum ýmislegt varðandi rekstur fyrirtækja, skrifa umsóknir, kynna okkur fyrir atvinnurekendum og svo framvegis.

Semsagt þá var ég í tölvum í síðustu viku og var farið í að kenna okkur Word og þeir sem kunnu pínu í Word gátu lesið sjálfir og gert tilheyrandi verkefni. Ég nennti nú ekki að vera að drolla þetta saman með þeim sem  kunni ekkert svo ég setti í gang með að lesa og gera verkefnin. Svo þegar ég er að verða komin að kaflanum sem við áttum að geyma heyri ég að kennarinn er að segja hinum að sleppa þessu og þessu verkefni því að þau séu fyrir Expert áfangann. gaaaaaaaaaaarg ég var búinn að krafla mig fram úr þessum verkefnum og stundum virkilega að gefast upp, en gerði það nú ekki því ég er nokkuð þrjósk þegar við kemur tölvum. hihi

Ég talaði við kennarann og bað hann um að sýna eitt verkefnið uppi á töflu því að ég var ekki viss um að ég hefði gert það rétt, hann gerði það daginn eftir því hann vildi skoða það fyrst. Svo daginn eftir þá viðurkenndi hann að hann þurftir 3 tilraunir áður enn hann gat það og sagði svo að þetta verkefni eiginlega væri fyrir Expert. En allavega, þegar hann sýndi það svo uppi á töflu þá gerði hann það nákvæmlega eins og ég hafði gert þegar mér loksins tókst að gera það rétt.   

Kennarinn tók mig á tal í lok dagsins og sagði að ég ætti virkilega að íhuga að taka Expert prófið 6. des en ekki grunnprófið eins og flestir. Ég sveif á skýi restina af deginum.

Sem sagt mér finnst rosalega gaman á þessu "námskeiði".   

 

Eins og ég skrifaði síðast þá átti Rakel María að fara til tannlæknis 21.nov og láta bora, því hún var með eina holu. Haldiði ekki að mín hafi lokað munninum og þverneitað að opna munninn. Tannlæknirinn prufaði allt en ekki opnaði mín munninn, ekki fyrr en tannlæknirinn sagði að hún gæti kannski notað krem til að hreinsa holuna því hún væri ekki svo djúp. Þá opnaði mín munninn og tannlæknirinn notaði krem til þess að hreinsa og allt gekk vel.

Nú krossa ég bara fingur því Róbert Hólm á að fara til tannlæknis í eftirlit á miðvikudaginn og ég vona að það séu engar holur.

Róbert þessi elska var frekar þreyttur í dag í leikskólanum. Við vöknum nefnilega kl 6 núna eftir að ég byrjaði á námskeiðinu. Hann var úti að leika sér og var búinn að vera á fullu, en svo finnur minn sér einn bekk í leikskólanum ÚTI og sofnar. Brrrrrrr ekki gæti ég það, það er svo kalt hér núna, brrrrrrr.

Núna er ég búinn með fréttir í bili, skrifa hvernig gekk með Róbert hjá tannlækninum á miðvikudaginn.

Knús og kossar


Fréttir.......

Jæja nú eru komnir 2 mánuðir síðan ég skrifaði hér síðast og löngu kominn tími á að skrifa eitthvað. hihi......

Jæja ég er búinn að vera í veikindafríi núna í hálft ár og loksins er læknirinn búinn að skrá mig fríska. Jibbý.....

En það þýddi að ég þurfti að segja upp vinnunni minni og er því atvinnulaus eins og er..... en ég fæ full laun hjá tryggingarstofnun í 3 mánuði og eftir að þeir eru liðnir þá verður það atvinnuleysisbætur ef ég verð ekki kominn með aðra vinnu þar að segja Smile. Ég stefni nú á að koma mér í aðra vinnu innan 3 mánaða, alveg búinn að fá nóg af að sitja á rassgatinu Smile.

En svo þið farið nú ekki að hafa áhyggjur þá er þetta allt í góðu hér, ég var ekki neydd til að segja upp, heldur var þetta þannig að ég get ekki unnið á leikskóla út af öxlunum mínum. Og ég var fullvissuð um að allt mundi verða ok ef ég yrði frískmeldt. Og það lítur út fyrir það. Ég meina að mér var sagt að ef ég bara myndi sitja á rassgatinu og bíða eftir að tryggingastofnun myndi senda mér bréf og svoleiðis þá myndu hlutirnir ganga hægt. Svo að ég er búinn að fara nokkrar ferðir þangað og núna er ég að fara á námskeið fyrir skrifstofuvinnu og er verknám inni í þessu námskeiði, svo að þetta lítur vel út. En eini gallinn er að þetta námskeið er í 6 mánuði og sjúkrapeningarnir stoppa í lok desember Woundering.  En ef svo fer að ég þarf að fara á atvinnuleysisbætur eftir það til að klára þetta námskeið þá veit ég að einn af þessu styrkjum sem ég fæ fyrir að vera einstæð móðir hækka töluvert. Svo að ég fæ ekkert minni pening, þeir verða bara svolítið dreifðir yfir mánuðinn.

En ég er staðráðin í að þetta stoppar mig ekkert, núna er ég kominn á skrið með að nálgast vinnu sem mig hefur dreymt um alla ævi og þá er ekkert hægt að stoppa.   

 

En svo ég farið út í allt aðra sálma, hún Rakel var hjá tannlækninum í dag. Hún er kominn með eina holu sem þarf að gera við Halo, svo eru jaxlarnir hennar svo djúpir eða eitthvað svoleiðis og tannlæknirinn vill setja fyllingu í þá svo að það komi nú ekki hola í þá. Mamman er nú pínu stressuð yfir að litla stelpan hennar þurfi að vera deyfð og borað í tennurnar hennar. Er ekkert of hrifinn af tannlæknum.

Talandi um Rakel.... hún átti afmæli 21. sept og hélt náttfatapartí með 8 stelpum sem ætluðu að gista, litli brósi var sendur í dekur til ömmu á meðann. En þetta gekk nú rosalega vel eiginlega, síðasta stelpan var sofnuð 00:45 ennnnn svo voru þær allar vaknaðar klukkan 05 um morguninn.   Svona leit ég út á laugardeginum. hihi...... Þær áttu svo að fara í annað afmæli klukkan 12 á laugardeginum og allt í lagi með það. En svo klukkan 12:30 hringir mamman til stráksins sem átti afmæli og sagði að Rakel væri grátandi og vildi heim. Þá kom í ljós að skottan var bara rosalega þreytt og gat bara ekki meir. hehe..... Svo við slöppuðum bara af þann daginn, náðum í brósa sem var í öðru afmæli og svo var svefnsófinn dreginn út og við lágum eins og klessur fram á sunnudag.    En greijið Róbert var að sjálfsögðu fullur af orku og skildi ekkert í okkur   .

 

Jæja nú nenni ég ekki meir, skrifa meir þegar ég veit meir um þetta námskeið sem ég er að fara á.

Kossar og knús


Eyrnalokkar

Rakel María fékk göt í eyrun í gær. Hún er búinn að suða um það lengi svo að í gær lét ég undan, hélt nú eiginlega að hún myndi guggna þegar að þessu kæmi en nei nei hún sat eins og ljós í stólnum. Gretti sig pínu þegar fyrsta gatið kom og beit svo bara á jaxlinn og lét gera hitt gatið líka. Ég var eiginlega búinn að undirbúa mig undir það að þurfa að koma tvisvar, en litla stúlkan mín lét sig hafa það. Og hún var svo stolt þegar þetta var yfirstaðið.

Ég var nú ekki minna stolt   


Naprapattíminn

Já já ég veit.......

Ég sagðist ætla að skrifa á föstudaginn og nú er mánudagur   .

En jæja ég fór í þetta Naprapat á föstudaginn og fékk að vita að hvar orsökin liggur í mínum verkjum í handleggjunum. Og hún er í öxlunum....... já mín er bara með króníska vöðvabólgu í öxlunum. Svo að hún nuddaði mig og byrjaði að losa þessa hnúta sem eru í öxlunum og niðureftir bakinu og svo tók hún handleggina pínu líka. Þetta var geðveikt vont, mér varð óglatt og svimaði rosalega á meðan þessu stóð   .

 

Ennnnnnnn núna finn ég að þetta hjálpaði nú samt, svo að ég á 2 tíma í þessari viku til að þetta losni nú vel úr mér og svo fer ég held ég svona einu sinni á 3 vikna fresti til að halda þessu í burtu 

 

Nú var ekki meir að segja í bili   


Naprapat

Nú skilur enginn neitt þegar ég skrifa Naprapat Smile hihi.

Málið er að ég hef verið að drepast í sinaskeiðabólgu síðustumánuði og er búinn að vera hjá sérfræðingi í tékki og svoleiðis. Og þetta tekur aðeins of langan tíma fyrir minn smekk, fór í fyrstu skoðun 5. júní og svo í aðra skoðun hjá öðrum lækni 19. júlí og nú er ég að bíða eftir að fá tíma hjá lækninum sem ég var hjá 5. júní. Semsagt þetta tekur tíma og ég er ekki þolinmóðasta persóna í heimi Tounge.

Þannig að þegar ég var á göngu í Osló á mánudaginn þá gekk ég fram hjá auglýsingaskilti og á því stóð Naprapat, illt í öxlum ,liðum og vöðvum. Svo að ég gekk inn og ath hvað þetta væri og lýsti því fyrir konunni hvernig ég væri og hún gaf mér tíma á föstudaginn. Hún sagði að fyrsti tíminn væri nú bara skoðun og hvort við gætum ekki staðbundið orsökina. Svo að nú er ég rosa spennt Smile.

Naprapat er í grófum dráttum nudd, æfingar og teygjur og ýmislegt í þeim dúr. ef þið farið inn á www.city-klinikken.no þá er hægt að lesa um þetta en þetta er að sjálfsögðu á norsku en þið hljótið að geta kraflað ykkur fram úr því ef þið hafið áhuga Grin.

Annars er ekkert að frétta hjá mér, bless í bili. Læt ykkur vita á föstudaginn hvernig fór í Naprapat Wink 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband